FAQs
Af hverju er Liberis að breyta um vörumerki?
- Við erum að breyta um vörumerki til þess að nútímavæða og endurspega þróun fyrirtækisins. Breytingarnar eru hluti af viðleitni til að tryggja að vörumerkið okkar sé í samræmi við skuldbindingu okkar til nýsköpunar og betri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
- Við höfðum haft núverandi vörumerki okkar í langan tíma og vildum fríska upp á það.
- Við erum að einbeita okkur meira að tæknilegri getu okkar til að bæta upplifun viðskiptavina okkar, því viljum við frekar líkjast tæknivörumerki.
Hvað tákna nýja merkið og litirnir?
- “óendanleiki” - vörumerkið táknar hvernig Liberis er stöðugt að þróast og bæta þjónustuna okkar.
- Gulur er okkar nýji aðallitur, hann er litur ferðar og hreyfingar = framfarir.
Hvenær er Liberis að endurmerkja sig?
Við erum að endurmerkja okkur þann 10. október 2024 - frá þessum degi gætirðu tekið eftir breytingum á sjónrænni upplifun Liberis.
Hvað mun breytast?
- Aðalvefsíða Liberis, innskráningarvefsíðan (ef þú notar hana), markaðssamskipti, samskipti við sölufulltrúa (aðeins tölvupóstaundirskriftir).
- Fyrirtækið mun enn heita Liberis og bjóða sömu þjónustuna.
- Í framtíðinni verða kynntar nýjar aðgerðir í ACE stýriborðinu - eins og endurnýjun fjármögnunar og viðskiptainnsýn.
Mun fjármögnunin mín eða staðan á henni breytast?
Nei, ekkert mun breytast varðandi núverandi fjármögnun eða stöðu. Þú munt halda áfram að stjórna fjármögnuninni eins og þú gerir núna.
Þarf ég að grípa til einhverra aðgerða?
Þú þarft ekki að gera neitt. Breytingarnar eru að mestu leyti sjónrænar og allt verður eins hvað varðar fjármögnun, stöðu og stuðning.
Hvað breytist varðandi innskráningu og stýriborðið?
- Við erum spennt að kynna nýja innskráningarupplifun og stýriborð sem mun bjóða betri virkni og auðveldari leið til að stjórna fjármögnuninni og veita betra aðgengi að upplýsingum um reikninginn þinn.
- Til dæmis munt þú í náinni framtíð hafa aðgang að endurnýjunartilboðum og viðskiptaaðgerðum í stýriborðinu.
Hvernig get ég fengið stuðning ef ég hef spurningar um nýja vörumerkið?
Þú getur alltaf haft samband við teymið okkar í gegnum síma, spjall eða tölvupóst. Þjónustuvefir okkar haldast eins, og við erum hér til að aðstoða þig við allar spurningar eða áhyggjur.
Mun endurmerkingin hafa áhrif á hvernig ég kemst í samband við Liberis?
Endurmerkingin mun ekki breyta því hvernig þú kemst í samband við Liberis varðandi fjármögnun þína. Það er aðallega nýtt útlit og tilfinning, en við erum skuldbundin til að veita sömu frábæru þjónustu og stuðning sem þú hefur treyst á.
Get ég skoðað nýju vefsíðuna eða stýriborðið núna?
Nýja vefsíðan mun fara í loftið 10. október, en uppfærslur á stýriborðinu koma fljótlega! Við munum halda þér úpplýstum þegar það er tilbúið til notkunar.