Persónuverndarskilmálar

Persónuvernd þín skiptir okkur máli og við tryggjum að við fylgjum gildandi persónuverndarreglum (þ.á.m. almenna persónuverndarreglugerð (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (hér eftir ,,almenna persónuverndarreglugerðin (ESB)”) og lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga) þegar við geymum, vinnum eða notum upplýsingar þínar.

Það er mikilvægt fyrir okkur að þú skiljir hvaða upplýsingum við söfnum, og hvernig við notum þær, til þess að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir um að veita okkur upplýsingar þínar. Þessir persónuverndarskilmálar (einnig kallað „persónuverndarstefna“) hafa verið skrifaðir til að hjálpa þér að gera það.

Í þessari tilkynningu vísa „við“ og „okkur“ til fyrirtækisins Liberis Limited og dótturfélaga þess og/eða tengdra samstæðufyrirtækja. Liberis Limited er ábyrgðaraðili upplýsinga í skilningi almennu persónuverndarreglugerðar (ESB) og persónuverndarlögum nr. 90/2018. Við höfum skipað persónuverndarfulltrúa sem ber ábyrgð á eftirliti með spurningum í tengslum við þessa persónuverndarskilmála. Nánari upplýsingar um skráða heimilisfang okkar og hvernig hægt sé að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar með spurningar um persónuvernd er að finna í lok þessara skilmála.

Þar sem Liberis Limited er með staðfestu í Bretlandi höfum við útnefnt Liberis Sweden AB (fyrirtækisnúmer 559205-5494) sem fulltrúa okkar innan EES. Tengiliðaupplýsingar þeirra eru Artillerigatan 8, 114 51 Stockholm, Sweden.

Margir þeirra einstaklinga sem við söfnum persónuupplýsingum um veita okkur þær sem fulltrúar fyrirtækis eða annars lögaðila sem þeir eiga eða eru ráðnir af. Tilvísanir í   „fyrirtæki þitt“, „reikning þinn“, „umsókn þína“, „fyrirspurn þína“ og önnur sambærileg hugtök hér að neðan teljast innihalda tilvísanir í fyrirtækið, reikninginn, umsóknina eða fyrirspurn aðilans sem þú hefur lagt fram umsókn f.h.

Upplýsingarnar sem við söfnum

Þér er frjálst að skoða vefsíðu okkar án þess að veita okkur neina persónuupplýsingar. Vinsamlegast skoðaðu kaflann hér að neðan um notkun okkar á vafrakökum.

Upplýsingar sem við söfnum, og hvernig við notum þær

Við tryggjum alltaf að við höfum sanngjarnan og löglegan grundvöll til að vinna úr upplýsingum þínum. Í flestum tilvikum munum við nota upplýsingar þínar á eftirfarandi hátt:

  • Til að gera okkur kleift að grípa til aðgerða sem við þurfum til að veita þér vörur okkar og tengda þjónustu (t.d. til að greiða viðskiptafyrirframgreiðslu (BCA) inn á reikning þinn).
  • Til að gera okkur kleift að standa við lagalegar skyldur okkar (t.d. til að fá sönnun á auðkenni þínu til að uppfylla skyldur okkar í baráttunni gegn peningaþvætti).
  • Til að skilja hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar svo að við getum bætt vörurnar og þjónustuna sem við veitum.
  • Til að geta boðið upp á þjálfun innanhúss til að tryggja að við séum stöðugt að læra og bæta okkur.
  • Ef við höfum samþykki þitt til að nota upplýsingar þínar í tilteknum tilgangi (t.d. til að senda þér markaðsefni í tölvupósti).
  • Við söfnum almennt ekki viðkvæmum persónuupplýsingum (einnig þekkt sem sérstakir flokkar persónuupplýsinga), en þegar að við gerum það er lagagrundvöllurinn sá að það sé í þágu verulegra almannahagsmuna (t.d. til að styðja þig ef þú ert eða verður viðkvæmur viðskiptavinur).

Hér að neðan höfum við sett fram lögmæta grundvöll okkar fyrir vinnslu upplýsinga þinna á ýmsum stigum ferðalags þíns með okkur, ásamt tilgangi okkar með vinnslu upplýsinga þinna.

Þú getur fundið út meira um hina ýmislegu tegundir af lögmætum grundvelli fyrir vinnslu á vefsíðu ICO, https://ico.org.uk/, ef þessi hugtök eru óljós.

Upplýsingar sem þú veitir okkur beint

Flokkar upplýsinga Lögmætur grundvöllur Tilgangur vinnslu
Nafn fyrirtækisins þíns(miðað við tegund og stærð fyrirtækisins, teljast þetta mögulega ekki vera persónuupplýsingar) Lögmætir hagsmunir Vörurnar okkar eru fyrir fyrirtæki, ekki einstaklinga, og þetta eru mikilvægustu upplýsingarnar fyrir okkur. Við þurfum þetta til að veita þér nákvæmt tilboð, til að veita þér samning og til að tryggja að við getum haft samband við þig varðandi vörur eða þjónustu sem þú lýsir áhuga á. Ef þú klárar ekki að fylla út umsókn þína á netinu munum við reyna að ná í þig til að sjá hvort þú þurfir frekari aðstoð og við munum bjóða þér möguleikann á því að ekki verði haft samband við þig aftur.
Upplýsingar um atvinnugreinina eða geirann sem fyrirtækið þitt starfar í(miðað við tegund og stærð fyrirtækisins, teljast þetta mögulega ekki vera persónuupplýsingar) Lögmætir hagsmunir Við munum nota upplýsingar um geirann sem fyrirtækið þitt starfar í til að hjálpa okkur að öðlast skilning á fyrirtæki þínu og hvernig það starfar og meta umsókn þína, sem og til að tryggja að við bjóðum vörur okkar og þjónustu á ábyrgan hátt. Við gætum líka notað þessar upplýsingar til að tryggja að við bjóðum þér upp á viðeigandi verð fyrir fyrirtæki þitt. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Upplýsingar um tekjur fyrirtækisins þíns(miðað við tegund og stærð fyrirtækisins, teljast þetta mögulega ekki vera persónuupplýsingar) Lögmætir hagsmunir Við munum nota tekjur þínar til að aðstoða okkur við að meta umsókn þína og ákveða rétta upphæð eða verð sem við eigum að bjóða þér. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni. Ef við gerum samning við þig og/eða fyrirtæki þitt um eina af vörum okkar gætum við þurft þessar upplýsingar til að framkvæma samninginn.
Persónuupplýsingar um stjórnarmenn/hluthafa/áhrifamikla einstaklinga hlutafélags þíns, en ef um er að ræða einkahlutafélög og sameignarfélög, eiganda fyrirtækisins þíns:

Nafn

Heimilisfang

Fæðingardagur

Húseign

Persónuskilríki

Lögmætir hagsmunir Við munum nota þessar upplýsingar til að framkvæma athuganir í þeim tilgangi að meta umsókn þína, koma í veg fyrir svik og peningaþvætti og til að sannreyna hverjir stjórnarmenn fyrirtækisins þíns eru áður en við bjóðum upp á vörur eða þjónustu fyrir fyrirtæki þitt. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni. Ef þú gefur okkur persónuupplýsingar sem tengjast þriðja aðila, verður þú að tilkynna þeim um það og benda þeim á að lesa þessa persónuverndarskilmála. Við munum einnig nota heimilisfangið sem þú hefur gefið okkur upp til að hafa samband við þig með pósti vegna hvers kyns mála sem tengjast umsókn um vörur okkar að því er varðar fyrirtækið eða fyrir framkvæmd samningsins sem við gerum við þig og/eða fyrirtæki þitt. Við gætum skrifað þér í framtíðinni með tilboðum fyrir svipaðar vörur sem við veitum.
Netfang Lögmætir hagsmunir Við biðjum þig um netfangið þitt svo við getum sent þér hlekk til að skrifa undir samninginn þinn við okkur með rafrænum hætti.

Við gætum einnig notað netfangið þitt til að halda þér upplýstum varðandi stöðu umsóknar þinnar og/eða samnings. Ef þú lýkur ekki umsókn þinni eftir að hafa gefið okkur netfangið þitt, getum við haft samband við þig til að reyna að aðstoða þig við að ljúka umsóknarferlinu og einnig til að senda þér mánaðarlegar skýrslur ef þú kaupir eina af vörum okkar.

Símanúmer fyrirtækis Lögmætir hagsmunir Við notum símanúmerið sem þú gefur okkur til að hafa samband við þig varðandi umsókn þína og ef þú lýkur ekki umsókn þinni eftir að hafa gefið okkur símanúmerið þitt getum við haft samband við þig til að reyna að aðstoða þig við að ljúka umsóknarferlinu. Við gætum notað símanúmerið þitt til að hafa samband við þig vegna samninga sem við gerum við þig eða fyrirtæki þitt.
Fyrirhuguð notkun fjármuna Lögmætir hagsmunir Við þurfum að skrá og meta fyrirhugaða notkun þína á fjármunum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir svik, peningaþvætti og glæpi. Við gætum einnig notað upplýsingar um fyrirhugaða notkun þína á fjármununum til aðstoðar við að meta umsókn þína. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Upplýsingar um bankareikning Þar sem nauðsynlegt er til að framkvæma samning okkar eða til að gera ráðstafanir til að ganga til samnings við þig Við þurfum upplýsingar um bankareikninginn þinn til að geta veitt þér fjármuni. Við gætum einnig beðið þig um viðbótargögn varðandi bankareikninginn þinn svo að við getum staðfest eignarrétt þinn á reikningnum og staðfest auðkenni þitt.
Bankayfirlit Lögmætir hagsmunir Við gætum beðið þig um afrit af bankayfirlitinu á meðan umsóknarferlið stendur yfir til að hjálpa okkur að sannreyna tekjur fyrirtækisins þíns og til að meta umsókn þína. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Persónuupplýsingarnar sem koma fram í umsókn þinni Þar sem nauðsynlegt er til að framkvæma samning okkar eða til að gera ráðstafanir til að ganga til samnings við þig Til að veita, stjórna og sérsníða þjónustu okkar. Við gætum einnig notað upplýsingarnar þínar til að innheimta greiðslur og nýta önnur réttindi sem við höfum samkvæmt hverskonar samningi við þig.
Heimild til að nýta opna bankakerfið og gögn frá bankareikningi sótt í gegnum þjónustuaðila sem nýtir sér opið bankakerfi Samþykki Við gætum beðið þig um rafrænt samþykki til að tengjast bankanum þínum og sækja upplýsingar með að hagnýta opna bankakerfið. Við notum ýmsa þjónustuaðila sem hagnýta sér opið bankakerfi (þ.á.m. TrueLayer) til að nálgast og vinna úr  bankaupplýsingum þínum. Við munum nota þessar upplýsingar af ýmsum ástæðum, þ.á.m. til að hjálpa okkur að staðfesta tekjur fyrirtækisins þíns og til að meta umsókn þína, til að meta hvenær þú gætir átt rétt á vörum okkur (ef umsóknin þín misheppnaðist), til að meta áframhaldandi árangur fyrirtækisins þíns gegn fjármálaglæpum, áhættu og í tilgangi tengdum sölutryggingu, og (þar sem við á) til að fylgjast með tekjum þínum til að reikna út hlutfall tekna sem greiða skal til Liberis.
Upplýsingar um virðisaukaskatt Lögmætir hagsmunir Við gætum óskað eftir því að þú látir okkur í té uppfært yfirlit yfir virðisaukaskattsskýrslur þínar. Við munum nota þessar upplýsingar til að hjálpa okkur að meta umsókn þína. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Samskipti okkar og samskipti við þig Þar sem nauðsynlegt er til að framkvæma samning okkar eða til að gera ráðstafanir til að ganga til samnings við þig

Það eru lögmætir hagsmunir okkar að kvartanir séu rannsakaðar (t.d. til að tryggja að við séum að veita þér hágæða þjónustu)

Til að afgreiða kvartanir og svara spurningum þínum um vörur okkar og þjónustu.
Greiðsluupplýsingar þínar tengdar vörunni Þar sem nauðsynlegt er til að framkvæma samning okkar eða til að gera ráðstafanir til að ganga til samnings við þig

Lögmætir hagsmunir

Að nýta réttindin sem við höfum samkvæmt hverskyns samningi við þig, sem og að vernda okkur gegn skaða á réttindum og hagsmunum okkar í eignum okkar.

Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.

Að þróa og bæta vörur og þjónustur með því að leita og afla upplýsinga, þ.m.t. lánshæfismats og markaðsrannsókna. Við munum einnig nota þessar upplýsingar til að ákveða hvort við bjóðum þér frekari vörur.

 

Upplýsingar sem eru aðgengilegar öllum Lögmætir hagsmunir Við kunnum að skoða upplýsingar um fyrirtæki þitt og stjórnendur þess sem eru aðgengilegar almenningi; t.d. fjölmiðlaumfjöllun, vefsíða þín og reikninga fyrirtækja á samfélagsmiðlum og hvers kyns sértækar endurskoðunar- eða skráningarupplýsingar í atvinnugrein þinni. Við munum nota þessar upplýsingar til að hjálpa okkur að meta umsókn þína og til að staðfesta auðkenni þitt. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Persónuupplýsingar þeirra sem starfa hjá birgjum eða söluaðilum Liberis: Nafn og tengiliðaupplýsingar (tölvupóstfang, símanúmer), staðfesting á persónuskilríkjum (afrit af vegabréfi eða ökuskírteini), starf (heiti, staða, nafn fyrirtækis), fjárhagsupplýsingar (upplýsingar um bankareikning), upplýsingar um kvartanir (ef við á) og öryggisupplýsingar (CCTV-myndbönd, upplýsingar um öryggiskort o.fl.). Ef þú hyggst veita okkur persónuupplýsingar um aðra einstaklinga (t.d. samstarfsmenn þína) verður þú að veita þeim eintak af þessum persónuverndarskilmálum. Lögmætir hagsmunir Við notum persónuupplýsingarnar sem taldar eru upp af ýmsum ástæðum, þar á meðal: ferlinu að sækja um og verða birgir, stjórna birgjum okkar og þjónustuaðilum í allri birgðakeðjunni, skipuleggja útboð við undirbúning eða framkvæmd fyrirliggjandi samninga, fylgjast með starfsemi á aðstæðum okkar, þ.m.t. að gildandi stefnumótun og heilbrigðis- og öryggisreglur séu í gildi, skrá niður og halda skrám, veita þér aðgang að þjálfunar okkar sem gera þér kleift að veita okkur tilteknar þjónustu, greiða þér fyrir vörur og/eða þjónustu, gera kvartanir og uppfylla lagalegar skyldur okkar (t.d. til að koma í veg fyrir svik).
Læknisfræðilegar upplýsingar Verulegir almannahagsmunir – Að vernda efnahagslega velferð Við gætum notað læknisfræðilegar upplýsingar þínar til að fresta greiðslum þínum til okkar tímabundið og til að hjálpa okkur að íhuga aðra hentuga greiðslumöguleika fyrir þig, í samræmi við stefnu okkar um viðkvæma viðskiptavini.
Netföng og símanúmer Samþykki Við gætum notað þessar upplýsingar til að láta þig vita um vörur okkar og þjónustu, og vörur og þjónustu annarra stofnana (nema þú hafir afþakkað slíka markaðssetningu eða okkur er meinað samkvæmt lögum að gera það).

Upplýsingar sem við söfnum óbeint frá þriðja aðila

Við söfnum ýmsum upplýsingum um þig frá þriðja aðila. Þetta felur í sér upplýsingar sem taldar eru upp hér að neðan og geta falið í sér aðrar upplýsingar sem við tilkynnum þér um af og til.

Flokkar upplýsinga Uppruni upplýsinga Lögmætar forsendur Tilgangur vinnslu
Lánasaga. Upplýsingar um auðkenni. Í báðum tilvikum er um að ræða upplýsingar tengdum  þér, fyrirtæki þínu og stjórnendum þess Reglubundnar lánshæfisstofnanir, eins og Equifax eða Experian Lögmætir hagsmunir Við notum þessar upplýsingar til að átta okkur á því hvort vörur okkar henti þér og fyrirtækinu þínu, til að meta umsókn þína og til að staðfesta hverjir stjórnarmenn fyrirtækisins eru. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Nánari upplýsingar um fjármálaviðskipti sem hafa verið unnin í gegnum kortið þitt frá örgjörva þínum Greiðslumiðlarinn þinn Lögmætir hagsmunir Þar sem nauðsynlegt er til að framkvæma samning okkar eða til að gera ráðstafanir til að ganga til samnings við þig

 

Við notum þetta til að sannreyna að þú eða fyrirtæki þitt geti borgað fyrir vörur okkar, til að meta umsókn þína og ákveða rétt verð til að bjóða þér og til að veita þér áætlun um gjalddaga. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.

Ef þú gerir samning við okkur um eina af vörum okkar, munum við nota þessar upplýsingar til að framkvæma samninginn.

Ýmislegar upplýsingar Stofnanir sem vinna gegn svikum Lögmætir hagsmunir Við notum þetta til að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Upplýsingar um skráningu fyrirtækis, og birtir reikningar Fyrirtækjaskrá Lögmætir hagsmunir Við munum nota þetta til að sannreyna að fyrirtækið þitt sé rétt skráð og til að aðstoða við sölutryggingarathugun okkar með því að skoða birtu reikningana þína. Þessar upplýsingar eru hluti af opinberri skrá. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar í þeim tilgangi að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Tæknilegar upplýsingar um tækið þitt Tækið sem þú notar til þess að nálgast vefsíðu okkar eða My Liberis farsímaforritið (‘Farsímaforritið’) Lögmætir hagsmunir Við munum safna tæknilegum upplýsingum á meðan þú heimsækir þessa vefsíðu eða farsímaforrit okkar til að hjálpa okkur að greina og leysa vandamál á vefsvæði okkar eða í farsímaforritinu. Þessar upplýsingar eru t.d. IP-talan, vafrinn (þar á meðal um útgáfu hans) og gerð tækisins sem þú notar.
Tilvísanir leigusala Fyrrverandi eða núverandi leigusalar fyrirtækisins Lögmætir hagsmunir Við notum þessa tilvísun til að sannreyna að þú og fyrirtæki þitt eigið ekki neinar útistandandi skuldbindingar eða hafið aðrar áhyggjur sem gætu haft áhrif á hæfi þitt eða fyrirtækisins til að fá vörur okkar. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra  að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.
Nánari upplýsingar um fasteignaskráningu Fasteignaskrá Lögmætir hagsmunir Við munum nota þessar upplýsingar til að auðkenna núverandi eignir þínar og fyrirtækisins þíns þegar við skoðum hvort þú sért hæfur fyrir vörur okkar. Þessar upplýsingar eru hluti af opinberum upplýsingum. Þetta á við um England, Wales og Skotland.
Aðrar opinberar upplýsingar Ýmsar vefsíður (t.d. leitarvélar, einkunnarsíður) Lögmætir hagsmunir Við munum nota þessar upplýsingar til að taka upplýstar ákvarðanir þegar við skoðum hvort þú getir fengið vörur okkar. Við gætum einnig notað þessar upplýsingar til að læra að meta aðrar umsóknir í framtíðinni.

Miðlun upplýsinga til þriðja aðila

Við að veita þér tilboð, við að skoða umsókn þína um eina af vörum okkar og við að framkvæma samninga sem við gerum við þig getum við deilt upplýsingum þínum til þriðja aðila. Nánari upplýsingar um þessa þriðju aðila eru hér að neðan. Við munum aðeins deila upplýsingum með þriðja aðila þegar það er löglegt fyrir okkur að gera það. Alltaf þegar Liberis notar þriðja aðila sem vinnsluaðila þarf að gera vinnslusamning í samræmi við almennu persónuverndarreglugerðina (ESB).

  • Við gætum deilt upplýsingum um þig með lánshæfisstofnunum ef þú sækir um eina af vörum okkar til að meta umsókn þína og ákvarða hæfi til fjármögnunarvara okkar. Við gætum einnig deilt upplýsingum þínum með lánshæfisstofnunum á áframhaldandi grundvelli á meðan þú ert enn með fjármögnunarvörur hjá okkur (og í allt að níu mánuði eftir að þú hefur greitt fjármögnunarvöruna þína að fullu) í þeim tilgangi að (a) meta hvort þú gætir átt rétt á að fá frekari fjármögnunarvörur frá okkur, (b) fylgjast með viðskiptavinum sem eru ekki að standa sig vel. Ef þig vantar frekari upplýsingar um notkun upplýsinga hjá lánshæfisstofnunum í Bretlandi hafa þau gefið út sameiginlegt skjal um notkun þeirra á persónuupplýsingum – þú getur fundið það hér: https://www.equifax.co.uk/crain.html.
  • Við ráðum reglulega stafræna markaðsaðila til að sinna markaðssetningu fyrir okkar hönd, slík starfsemi getur leitt til vinnslu persónuupplýsinga. Ráðnir vinnsluaðilar okkar eru meðal annars Prospect Global Ltd (skráð sem Sopro) breskt fyrirtækisnúmer: 09648733. Þú getur haft samband við Sopro og skoðað persónuverndarskilmála þeirra hér: http://sopro.io.  Sopro eru skráðir hjá bresku persónuverndarstofnuninni: ZA346877 hægt er að senda persónuverndarfulltrúa þeirra póst í gegnum: dpo@sopro.io.
  • Við deilum upplýsingum þínum með fjármagnsveitendum okkar í eftirlitstilgangi og til þess að við efnum samningsskilmála okkar við þá.
  • Við deilum upplýsingum þínum með ComplyAdvantage, Bisnode, Cribis, and CreditSafe (og sambærilegum þjónustuveitendum eða staðgenglum þeirra) til að framkvæma athuganir gegn peningaþvætti og/eða til að framkvæma lánshæfismat okkar
  • Við gætum deilt upplýsingum um brot á skilmálum samningsins þíns við okkur með lánshæfisstofnunum. Ef um er að ræða hlutafélag, gætum við tilkynnt stjórnarmenn og/eða hluthafa og/eða ábyrgðarmenn slíkrar aðila til lánshæfisstofnana vegna brota á skilmálum samnings þíns við okkur.
  • Ef þú hefur hlaðið niður Liberis smáforritinu gætum við deilt upplýsingum þínum með Google og Apple eftir þörfum til að tryggja virkni Liberis smáforritsins.
  • Við deilum upplýsingunum þínum með Facebook svo við getum búið til sérsniðna markhópa fyrir auglýsingaherferðir. Facebook vinnur einnig úr upplýsingunum þínum til að mæla árangur auglýsingaherferða
  • Við notum Sagepay og Go Cardless eingöngu til  þess að geyma og vinna úr greiðsluupplýsingum
  • Ef um vanskil er að ræða gætum við sent upplýsingar þínar til Azzurro (Bretland), Shire Recoveries og annarra innheimtuaðila sem munu koma fram fyrir hönd okkar við innheimtu skulda.
  • Við geymum upplýsingar um viðskiptavini í Salesforce Cloud kerfinu. Salesforce notar ekki eða skoðar upplýsingar þínar, en netþjónar þeirra geyma upplýsingarnar.
  • Við geymum upplýsingar um viðskiptavini í Microsoft Azure Cloud kerfinu, Salesforce Cloud, Snowflake og aðra sambærilega þjónustuveitendur. Microsoft notar ekki eða skoðar upplýsingar þínar, en netþjónar þeirra geyma upplýsingarnar.
  • Við munum deila upplýsingum þínum með stofnunum sem vinna að því að koma í veg fyrir svik eins og CIFAS, okkur (eða þeim) er einnig heimilt að leyfa löggæsluyfirvöldum að fá aðgang að þessum persónuupplýsingum og nota þær til að greina, rannsaka og koma í veg fyrir glæpi. Fyrir nánari upplýsingar um hvernig CIFAS mun nota persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast skoðaðu persónuverndarskilmála CIFAS hér að neðan.
  • Við munum deila upplýsingum þínum þar sem við þurfum að gera það til að uppfylla gildandi lög og fyrirmæli frá eftirlitsstofnunum, ríkisstofnunum eða löggæsluyfirvöldum.
  • Við notum Drift til að tengjast núverandi og nýjum gestum á vefsíðum Liberis í gegnum netspjall. Nánari upplýsingar um hvernig Drift mun nota upplýsingarnar þínar er að finna hér https://www.drift.com/privacy-policy/.
  • Við notum New Voice Media (Vonage) til að geyma og vinna úr upptökum af símtölum okkar með þér.
  • Ef þriðji aðili eða einn af samstarfsaðilum okkar (svo sem fjármálafyrirtæki, kortaveitandi þinn eða tilvísunarvefsíða) veitti okkur upplýsingar um þig, þá gætum við veitt þeim uppfærslur um stöðu umsóknar þinnar og uppfærslur um stöðu hvers konar vöru sem við veitum þér, svo og viðskiptasögn þín og upplýsingar um allar kvartanir sem þú gætir gert.
  • Ef þriðji aðili eða samstarfsaðili (svo sem fjármálafyrirtæki eða tilvísunarvefsíða) veitti okkur upplýsingar um þig, getum við sent þeim uppfærslur um stöðu umsóknar þinnar og uppfærslur um stöðu vöru sem við veitum þér.
  • Við gætum einnig deilt upplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar til að koma í veg fyrir svik og til að vernda efnahagslega velferð þar sem (í samræmi við stefnu okkar um viðkvæma viðskiptavini) við skilgreinum þig sem viðkvæman viðskiptavin.
  • Ef fyrirtæki okkar (eða meirihluti eigna fyrirtækisins okkar) er keypt af öðrum aðila verða upplýsingar þínar hluti af yfirfærslu eigna.
  • Ef við seljum eða kaupum fyrirtæki eða eignir, gætum við deilt upplýsingum þínum með væntanlegum kaupanda eða seljanda.
  • Þar sem við erum í samskiptum við þriðja aðila í þeim tilgangi að safna fjárfestingum gætum við veitt upplýsingar á grundvelli þess sem nauðsynlegt er að vita í áreiðanleikakönnun.
  • Við deilum nafni þínu og tengiliðaupplýsingum með öðrum stofnunum sem kunna að bjóða þér þjónustu sem þú hefur áhuga á – en aðeins ef þú gefur okkur beinlínis leyfi til þess.
  • Við gætum deilt upplýsingunum þínum með öðrum fyrirtækjum í Liberis-hópnum í þeim tilgangi að hafa umsjón með reikningnum þínum.
  • Við gætum deilt upplýsingunum þínum með völdum samstarfsaðilum okkar og öðrum þriðju aðilum þar sem þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því að þú viljir heyra frá slíkum þriðju aðilum um vörur þeirra og þjónustu.

Við miðlum einnig upplýsingum þínum í eftirfarandi tilgangi:

Þjónustuaðilar

Við vinnum með ýmislegum þriðju aðilum sem veita okkur þjónustu:

  • Við deilum upplýsingum um þig með greiðslufyrirtækjum sem vinna með fjármálafærslur fyrir þína hönd.
  • Við vinnum með aðilum sem nýta sér opna bankakerfið, til að fá aðgang að gögnum um fjárhagslega stöðu þína, til að meta umsókn þína, tryggja þér fjármögnun og reikna út fjárhæðir sem við eigum að borga.
  • Við notum skýjaveitur til að geyma upplýsingar þínar og til að hjálpa okkur að vinna úr umsókn þinni á skilvirkan hátt.
  • Við gætum notað þriðja aðila (t.d. póstþjónustu) til að senda þér markaðs- eða reikningsupplýsingar fyrir okkar hönd. Til þess þurfum við að gefa þeim nafn þitt og heimilisfang eða tölvupóstfang að minnsta kosti.
  • Við notum aðstoð og stuðning frá þriðja aðila til að geta svarað spurningum þínum á fljótlegan hátt þegar þú notar vefsíðu okkar, upplýsingunum þínum er aðeins deilt hér þegar þú óskar eftir aðstoð.
  • Við gætum notað símaver þriðju aðila til að hjálpa okkur að hafa samband við þig í síma og við þyrftum því að koma upplýsingum þínum til þeirra til að gera þeim kleift að ná í þig. Þeir munu að auki skrá upplýsingarnar sem þú gefur þeim og senda þær aftur til okkar.
  • Við gætum notað þjónustuver þriðja aðila til að afgreiða hluta umsóknar þinnar.
  • Við notum vefþjónustufyrirtæki með rafræna undirskrift í skýinu í umsóknarferlinu okkar, við munum veita allar þær upplýsingar sem þarf til að útbúa samninginn þinn til þess að geta veitt þér þessa þjónustu.
  • Við notum þjónustuaðila sem veitir okkur margþátta markaðsskýrslur og aðra þjónustu. Þessi þriðji aðili getur fengið aðgang að eða unnið með persónuupplýsingar eða viðskiptavinaupplýsingar sem hluta af því að veita okkur þessar þjónustu. .

Við takmörkum upplýsingarnar sem þessum þjónustuaðilum eru veittar við það sem nauðsynlegt er til að þeir geti sinnt störfum sínum og samningar okkar við þá gera kröfu um að þeir haldi trúnaði um slíkar upplýsingar.

Persónuupplýsingar utan EES

Liberis er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi innan og utan ESB og EES, þar á meðal í Bandaríkjunum. Sumir af þjónustuaðilum okkar eru einnig staðsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Ef við þurfum að flytja persónuupplýsingar þínar út fyrir EES eða Bretlandi, tryggjum við sambærilega vernd með því að:

  • að aðeins flytja persónuupplýsingar þínar til landa sem framkvæmdarstjórn ESB hefur talið veita fullnægjandi vernd fyrir persónuupplýsingar;
  • eða með því að nota staðal samningsákvæði sem samþykkt eru af framkvæmdastjórn ESB sem veita persónuupplýsingum sömu vernd og í Evrópu og Bretlandi.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvernig við verndum upplýsingarnar þínar, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum dataprotection@liberis.co.uk

Ópersónugreinanlegar upplýsingar

Við gætum látið þriðja aðila hafa ópersónugreinanlegar upplýsingar í ýmsum tilgangi. Þessum upplýsingum gæti verið sjálfkrafa safnað og myndu vera greind til að búa til samsett sýn á upplýsingar, og tryggt væri að tilkynntar upplýsingar væru nafnlausar.

Varðveisla upplýsinga þinna

Við geymum upplýsingarnar þínar aðeins svo lengi sem við þurfum á því að halda en þau tímabil geta verið mismunandi við mismunandi aðstæður. Hér eru algengustu svipmyndirnar:

Við munum halda skrá yfir öll fjármálaviðskipti og atriði um þær upplýsingar sem þú veittir okkur þegar þú sendir umsókn um eina af vörum okkar í a.m.k. 7 ár frá því að sambandið við þig lýkur. Við þurfum að gera þetta til að geta brugðist við öllum kvörtunum eða deilum.

Við geymum þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir svo lengi sem það tekur okkur að veita þér þjónustuna og í 7 ár frá því að samningur um þjónustuna lýkur. Mismunandi aðstæður geta réttlætt mismunandi tímabil á varðveislu upplýsinga. Meginreglan er sú að varðveita megi upplýsingar eins lengi og nauðsyn krefur en lögmætir hagsmunir geta leitt til þess að varðveita megi upplýsingar lengur en það.

Ef þú hefur beðið okkur um að nota ekki upplýsingarnar þínar í markaðssetningartilgangi þurfum við að varðveita nokkrar upplýsingar til að tryggja að kerfi okkar og ferli endurspegli val þitt. Við munum framkvæma beiðni þína um að hætta eins fljótt og hægt er. Hins vegar getur þú fengið tölvupóst í allt að 30 daga eða pósti tengdum markaðssetningu í allt að 60 daga eftir að þú hefur óskað eftir því. Þetta er vegna þess að markaðssetningaraðgerðir okkar eru venjulega tilbúnar um mánuði fyrirfram og oft er ekki mögulegt að eyða upplýsingum um einstakling eftir það tímamark.

Við munum einnig varðveita allar upplýsingar um þig sem við þurfum til að uppfylla lagalegar skyldur okkar (t.d. gildandi íslensk skattalög krefjast þess að við geymum upplýsingar í minnst 6 ár).

Ef við þurfum ekki lengur upplýsingar þínar munum við eyða þeim eða gera þau nafnlaus með því að fjarlægja allar upplýsingar sem auðkenna þig.

Afleiðingar vinnslu

Ef þú ákveður að veita okkur ekki persónuupplýsingar þínar, munum við ekki geta metið hvort þú eigir rétt á einhverjum af vörum okkar og við munum ekki geta gert samning við þig.

Ef við eða stofnun sem vinnur gegn svikum, komumst að þeirri niðurstöðu að af þér stafi áhætta vegna svika eða peningaþvætti, gætum við neitað þér þá þjónustu eða fjármögnun sem þú hefur óskað eftir, neitað að ráða þig eða hætt að veita þér núverandi þjónustu.

Skrá um hvers kyns svik eða peningaþvættisáhættu verður varðveitt af stofnunum sem vinna gegn svikum og getur það leitt til þess að aðrir neiti að veita þér þjónustu, fjármögnun eða atvinnu. Ef þú hefur einhverjar spurningar um þetta, vinsamlegast hafðu samband við okkur – þú munt finna allar upplýsingar okkar í hlutanum „Hafa samband“ í þessari tilkynningu.

Réttindi þín

Á grundvelli almennu persónuverndarreglugerð (ESB) og íslenskum persónuverndarlögum hefur þú nokkur mikilvæg réttindi þér að kostnaðarlausu. Í stuttu máli fela þau í sér réttindi til:

  • aðgang að persónuupplýsingum þínum og tilteknum öðrum viðbótarupplýsingum sem skilmálar þessir er þegar ætlað að fjalla um
  • að krefjast þess að Við leiðréttum mistök í upplýsingum sem Við höfum um þig
  • krefjast eyðingar persónuupplýsinga um þig við ákveðnar aðstæður – þetta er ekki algildur réttur og á aðeins við ef um ákveðnar aðstæður er að ræða.
  • að fá persónuupplýsingar um þig sem þú hefur veitt okkur í skipulögðu, almennt notuðu og læsilegu sniði og hafa rétt til að miðla þessum upplýsingum til þriðja aðila við ákveðnar aðstæður
  • að mótmæla því hvenær sem er að persónuupplýsingar um þig séu unnar í beinni markaðssetningu
  • að mótmæla ákvörðunum sem teknar eru með sjálfvirkum hætti og hafa réttaráhrif á þig eða hafa álíka mikil áhrif á þig
  • mótmæla við ákveðnar aðrar aðstæður áframhaldandi vinnslu okkar á persónuupplýsingunum þínum
  • að öðru leyti takmarka vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum við ákveðnar aðstæður
  • þar sem samþykki er lagalegur grundvöllur okkar fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna, að afturkalla slíkt samþykki
  • krefjast skaðabóta vegna tjóns af völdum brots okkar á persónuverndarlögum.

Nánari upplýsingar um hvert af þessum réttindum, þar á meðal um aðstæður þar sem þau gilda, er að finna í Leiðbeiningum bresku persónuverndarstofnunarinnar um einstök réttindi samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (ESB).

Ef þú vilt hafa samband við okkur vegna einhverra þeirra réttinda sem við höfum lýst hér að framan, skaltu senda fyrirspurn þína á: dataprotection@liberis.co.uk og við munum svara innan lögbundinna tímamarka, þar sem við á.

Sjálfvirkar ákvarðanir

Sem hluti af vinnslu persónuupplýsinga þinna, geta ákvarðanir verið teknar á sjálfvirkan hátt

Við tökum sjálfvirkar ákvarðanir byggðar á upplýsingum sem þú gefur okkur og sem við söfnum frá þriðja aðila, sem hluti af umsókn þinni til að ákvarða fjárhagsupplýsingar þínar. Sjálfvirkt ákvarðanatökuferli er ferlið þar sem ákveðið er hvort samþykkja skuli umsókn um fjármögnun án þess að nota mannlegan sölutryggingaraðila. Í staðinn eru notuð stigaspjöld, reglur og reiknirit til að taka þessa ákvörðun sjálfkrafa án nokkurrar mannlegrar aðkomu. Auk þess að ákvarða hvort umsækjandi sé samþykktur fyrir fjármögnun gætu niðurstöður sjálfvirkra ákvarðana einnig haft áhrif á stærð fyrirgreiðslu sem viðskiptavinur getur tekið og stærð gjaldsins sem tengist henni.

Þetta þýðir að við getum notað sjálfvirkar ákvarðanir til að veita þér verð sem endurspeglar fjárhagsupplýsingar þínar. Niðurstaða þessara sjálfvirku ákvarðana getur þýtt að við samþykkjum ekki umsókn þína um eina af vörum okkar eða að verðlagning okkar sé breytt út frá þeim upplýsingum sem við höfum.

Þessar sjálfvirku ákvarðanir nota tölfræðilegt ferli sem byggist á sögulegum viðskiptum þínum (upplýsingar sem þú hefur gefið upp) og lánasögu þinni sem fyrirtæki og sem eigandi fyrirtækis (upplýsingar sem þú hefur gefið upp og/eða opinberar upplýsingar). Ef þú ert núverandi viðskiptavinur munu sjálfvirku ákvarðanirnar einnig taka mið af efndum þínum á fyrri/núverandi samningsskuldbindingum.

Við gætum einnig sjálfkrafa ákveðið að af þér stafi svikahætta ef vinnsla okkar leiðir í ljós að hegðun þín er í samræmi við hegðun þekktra svikara; eða ef vísbendingar eru um að reynt hafi verið að leyna sönnum upplýsingum þínum.

Þú hefur rétt á að óska eftir handvirkri ákvarðanatöku í stað sjálfvirkrar ákvarðanatöku. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um sjálfvirka ákvarðanatöku eða ef þú vilt óska eftir því að umsókn þín verði vísað til handvirkrar ákvörðunar: Vinsamlegast hafðu samband við okkur á: dataprotection@liberis.co.uk.

Öryggi upplýsinga

Öryggi upplýsinganna þinna er mikilvægt fyrir okkur og gerum

Því miður er miðlun upplýsinga í gegnum netið ekki alveg örugg og við getum ekki ábyrgst öryggi upplýsinga sem þú sendir á síðuna okkar; öll miðlun er á eigin ábyrgð.

Þegar þú hefur veitt okkur upplýsingarnar geymum við þessar upplýsingar á öruggum netþjónum okkar og við höfum innleitt sanngjarnar stjórnunarlegar, tæknilegar og líkamlegar öryggisráðstafanir til að vernda gegn óheimilum aðgangi, eyðileggingu eða breytingum á upplýsingum þínum á grundvelli viðkvæmni þeirra.

Liberis rekur framleiðsluinnviði sína inni í MS Azure gagnaverum, við rekum breytingastjórnunarferli til að innleiða breytingar í þessu umhverfi. Framleiðsluinnviðir okkar eru háðir árlegri skarpskyggniprófi framkvæmt af þriðja aðila, með skilgreindum tímamörkum fyrir allar nauðsynlegar úrbætur. Við erum einnig ISO27001 vottuð.

Azure umhverfi okkar er varið gegn DDOS árásum og algengum árásarmynstri við Azure Edge, auk þess ætlum við að innleiða IDS / IPS lausn í framleiðsluumhverfi okkar þar sem færslur frá þessum nettækjum eru færðir inn í 24/7 SIEM kerfi.

Í fyrirtækjaumhverfi okkar keyrum við reglulega varnarleysiskannanir og lagfærum í samræmi við stefnuyfirlýsingar okkar.

Notkun okkar á vafrakökum

Við notum vafrakökur til að veita þér frábæra upplifun þegar þú notar vefsíðuna okkar. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni (eða hvaða tæki sem þú notar til að fá aðgang að þessari vefsíðu) og tengist þínum vafra, til að hjálpa okkur að greina þig frá öðrum gestum þegar þú færist á milli síða eða þegar þú kemur aftur. Nánari upplýsingar um stefnu okkar um vafrakökur er að finna hér.

Börn

Vörur okkar eru ekki fyrir börn og til að eiga rétt á þeim þarftu að vera yfir átján (18) ára. Þú verður að ganga úr skugga um að upplýsingarnar sem þú hefur gefið upp við skráningu eða hvenær sem er séu réttar og fullnægjandi. Þú verður að tilkynna okkur strax um breytingar á þeim upplýsingum sem þú gafst okkur við skráningu með því að uppfæra persónuupplýsingar þínar.

Breytingar á persónuverndarskilmálum

Við gætum breytt þessum skilmálum af og til; ef breytingar verða gerðar verða þær birtar á heimasíðu okkar. Þessir persónuverndarskilmálar voru síðast uppfærðir þann 7. febrúar 2023.

Hvernig á að kvarta

Við vonum að við getum leyst allar fyrirspurnir eða áhyggjur sem þú hefur um notkun okkar á upplýsingum þínum.

Almenna persónuverndarreglugerðin (ESB) veitir þér einnig rétt til að kæra til eftirlitsyfirvalda, einkum í ríkjum Evrópusambandsins (eða Evrópska efnahagssvæðisins) þar sem þú vinnur, býrð yfirleitt eða þar sem einhver meint brot á persónuverndarlögum átti sér stað.

Eftirlitsaðilinn í Bretlandi er breska persónuverndarstofnunin sem hægt er að hafa samband við í gegnum https://ico.org.uk/concerns/ eða í gegnum síma 0303 123 1113.
Eftirlitsaðilinn í Svíþjóð er sænska persónuverndarstofnunin sem hægt er að hafa samband við í gegnum https://www.datainspektionen.se/kontakta-oss/ eða í gegnum síma (+46) 86576100.

Eftirlitsaðilinn á Íslandi Persónuvernd sem hægt er að hafa samband við í gegnum https://www.personuvernd.is/hafa-samband/ eða í gegnum síma (+354) 510 9600.

Hafðu samband við okkur

Skyldir þú vilja hafa samband við okkur vegna einhverra spurninga eða áhyggja sem þú gætir haft varðandi persónuverndarskilmála okkar, til að biðja um breytingar á upplýsingum sem við höfum um þig eða til að nýta önnur réttindi þín sem talin eru upp í þessum skilmálum, geturðu haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar með einhverjum af eftirfarandi aðferðum:

Tölvupóstur

Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar í gegnum tölvupóst með eftirfarandi netfangi: dataprotection@liberis.co.uk

Póstur

Þú getur skrifað persónuverndarfulltrúa okkar á eftirfarandi heimilisfang:

Data Protection Officer

Liberis Ltd

Scale Space Building, 1st Floor,

58 Wood Lane,

London W12 7RZ

Persónuverndarstefna CIFAS

Almennt

  1. Áður en við veitum þér þjónustu, gerum við athuganir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti og til að staðfesta hver þú ert. Þessar athuganir krefjast þess að við vinnum persónuupplýsingar um þig.
  2. Persónuupplýsingarnar sem þú hefur gefið upp, við höfum safnað frá þér eða við höfum fengið frá þriðja aðila verða notaðar til að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti og til að staðfesta hver þú ert.
  3. Þær persónuupplýsingar sem unnið verður með eru t.d.: nafn, heimilisfang, fæðingardagur, tengiliðaupplýsingar, fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um atvinnu og tækjaauðkenni, þar á meðal IP-tölu.
  4. Við og stofnanir sem vinna gegn svikum gætum einnig gert löggæsluyfirvöldum kleift að fá aðgang að og nota persónuupplýsingar þínar til að greina, rannsaka og koma í veg fyrir glæpi.
  5. Við vinnum með persónuupplýsingar þínar á grundvelli þess að við höfum lögmæta hagsmuni af því að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti, og til að sannreyna auðkenni, til að vernda viðskipti okkar og fara að lögum sem gilda um okkur. Slík vinnsla er einnig samningsbundin krafa um þá þjónustu eða fjármögnun sem þú hefur óskað eftir.
  6. Stofnanir sem vinna gegn svikum geta geymt persónuupplýsingar þínar í mismunandi tíma og ef það er talinn stafa áhætta af þér vegna svika eða peningaþvættis er hægt að geyma upplýsingar þínar í allt að sex ár.

Sjálfvirkar ákvarðanir

  1. Sem hluti af vinnslu persónuupplýsinga þinna geta ákvarðanir verið teknar með sjálfvirkum hætti. Þetta þýðir að við gætum sjálfkrafa ákveðið að af þér stafi hætta vegna svika eða peningaþvætti ef vinnsla okkar leiðir í ljós að hegðun þín er í samræmi við peningaþvætti eða þekkta sviksamlega hegðun; eða er í ósamræmi við fyrri umsóknir þínar; eða þú virðist hafa vísvitandi falið rétt auðkenni þitt. Þú hefur réttindi í tengslum við sjálfvirka ákvarðanatöku: ef þú vilt vita meira vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota upplýsingarnar hér að ofan.

Afleiðingar vinnslu

  1. Ef við eða stofnun sem vinnur gegn svikum, komumst að þeirri niðurstöðu að af þér stafi áhætta vegna svika eða peningaþvætti, gætum við neitað þér þá þjónustu eða fjármögnun sem þú hefur óskað eftir, neitað að ráða þig eða hætt að veita þér núverandi þjónustu.
  1. Skrá um hvers kyns svik- eða peningaþvættisáhættu verður varðveitt af stofnunum sem vinna gegn svikum og getur leitt til þess að aðrir neiti að veita þér þjónustu, fjármögnun eða atvinnu. Ef þú hefur einhverjar spurningar um þetta, vinsamlegast hafðu samband við okkur – þú munt finna allar upplýsingar okkar í hlutanum „Hafa samband“ í þessari tilkynningu.

Flutningur upplýsinga

  1. Stofnanir sem vinna gegn svikum geta leyft flutning á persónuupplýsingum þínum utan Bretlands. Þetta gæti verið til ríkis þar sem bresk stjórnvöld hafa ákveðið að upplýsingar þínar verði vernduð samkvæmt breskum stöðlum, en ef flutningurinn er til annars konar ríkis munu stofnanir sem vinna gegn svikum tryggja að upplýsingar þínar verði áfram vernduð með því að tryggja að viðeigandi öryggisráðstafanir séu á sínum stað.

Réttindi þín

  1. Persónuupplýsingar þínar eru verndaðar með lögum, sem fela í sér réttindi þín til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum, krefjast þess að persónuupplýsingum þínum sé eytt eða leiðréttaðar og krefjast aðgangs að persónuupplýsingum þínum.
  2. Fyrir nánari upplýsingar eða til þess að nýta réttindi þín, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota tengiliðaupplýsingarnar hér að ofan.
  3. Þú átt einnig rétt á að kæra til bresku persónuverndarstofnunarinnar, sem hefur eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga.